Bláberjadásemd

Blær kíkti í berjamó og útbjó bláberjadásemd og sultu úr aflanum.

Eins og lesendur eflaust vita er ágústmánuður tíminn fyrir berjamó. Víðs vegar um landið má finna góð berjalyng og þarf því ekki að leita langt yfir skammt. Blær kíkti í berjamó og týndi aðalbláber, uppáhalds ber þjóðarinnar. Úr aflanum var útbúin bláberjasulta og bökuð „bláberjadásemd“. 

Bláberjasulta

2 msk chia fræ lögð í bleyti í 1 dl af vatni en þau koma í stað melatíns. Hollara og betra.
2 msk hunang/sykur/önnur sæta.
2 bollar bláber.

Byrjið á því að leggja chia fræin í bleyti. Gott er að gefa þeim hálftíma í það minnsta. Því næst má sjóða bláberin í potti við lágan hita og leyfa þeim að malla í 10 mín.

Bætið sætunni saman við en það má vera hunang, sykur eða önnur sæta að eigin vali. Leyfið berjunum að kólna áður en chia fræjunum er blandað saman. Sultan er síðan sett inn í ísskáp og látin kólna og þykkjast.

Bláberjadásemd

1 pakki smjördeig
2 msk hunang
2 bollar bláber
1 msk kanill
1 stk lime og hýði
Múslí eftir smekk 
1 tsk múskat / má sleppa
50 gr smjör

Blandið kanil, múskati, lime berki, safa úr ½ lime og hunangi saman í skál ásamt bláberjunum.

Bræðið smjör í potti við lágan hita og hellið út á berjablönduna. 

Fletjið og raðið smjördeiginu í botninn og upp kantana á eldföstu móti. Það má nota eitt stórt ílát eða mörg lítil, hvoru tveggja gengur upp.

Þá má hella bláberjafyllingunni í mótið, ofan á smjördeigið. Toppið með múslí þannig að það þekji vel.

Bakið í ofni við 175 gráður í 25-30 mínútur eða þar til smjördeigið er orðið gullbrúnað.

Þá má bæta við múslí eða meira af bláberjafyllingunni og lime berki eftir smekk.

Borið fram með ís eða rjóma á meðan dásemdin er heit.