Daglegt daður
Spjall við þrjá leikmenn.
Það er skrítið að hugsa til þess að fyrir ekki svo löngu þurfti maður að hringja í heimasíma til þess að bjóða manneskju á stefnumót, í von um að hún sjálf myndi svara en ekki annar fjölskyldumeðlimur. Sem betur fer eru þeir tímar liðnir. Það getur verið nógu stressandi að senda fólki skilaboð og bíða eftir svari.
Í dag skráir fólk sig á stefnumótaapp eða fylgir hvert öðru á Instagram, Facebook eða Snapchat. Fólk er með mismunandi hugmyndir um hvernig eigi að matreiða sig til þess að vera aðlaðandi. Hvað á maður að hafa margar myndir á Tinder-prófílnum? Þarf maður að skrifa eitthvað um sig? Hvernig á maður að hefja samræður? Auðvitað er best að fylgja eigin sannfæringu en svo virðist vera að það séu margar óskrifað reglur eftir aldurshópum og ólíkar væntingarnar. Sumir vilja hitta einhvern bara til að hafa gaman á meðan aðrir eru að leita að rómans. Það þarf hugrekki og „dass“ af kæruleysi til þess að henda sér á út í djúpu laugina. Mig langaði að spyrja nokkra einstaklinga hver upplifun þeirra væri.
20 ára gaur
Hvernig gengur að daðra við fólk á netinu?
Það gengur eiginlega ógeðslega vel. Fer eftir því hver það er, en ég er oft með gott „mojo“ í gangi.
Á hvaða höstl-öppum ertu og hvað notarðu mest?
Ég er aðallega á Grinder og Tinder. Það er til annað, en allt sem er ekki frægast af öllu frægu virkar ekki á Íslandi.
Svo má ekki gleyma Instagram. Mér finnst Instagram og Tinder vera í sama flokki, hvort tveggja snýst um útlit, en maður hefur meiri möguleika á að sýna sinn karakter á Instagram. Ég er til dæmis ekki að vinna með að skrifa fyndna texta á Tinder. Mér finnst það ekki alveg málið á Íslandi og frekar plebbalegt ef ég á að segja alveg eins og er.
Grinder er sér kapítuli út af fyrir sig þar sem G í Grinder stendur fyrir greddu. Hommasamfélagið er mjög upptekið af útliti og ég finn fyrir meiri fordómum eða eftirspurn eftir einhverju ákveðnu. Þar er viss píramíti sem tengist útliti, til dæmis líkamsbyggingu sem er ótrúlegt að verða vitni af. Um daginn sá ég einhvern skrifa: „No fats, no femmes, no asians.“
Þar er viss píramíti sem tengist útliti, til dæmis líkamsbyggingu sem er ótrúlegt að verða vitni af. Um daginn sá ég einhvern skrifa: „No fats, no femmes, no asians.“
Upplýsingar á Grinder eru öðruvísi uppbyggðar en á Tinder. Þar ertu með flokka yfir hæð, þyngd, líkamsgerð, hvort að þú sért fyrir ofan eða neðan í kynlífi, hvaða ættbálka þú tengir við eins og: „Bears, otters, daddy, geek, jock, leather.“ Á Grinder er allt landslagið í einu. Þú getur haft prófílinn eins og á Tinder: Hæ, ég er að leita að vinum í kaffi! Eða þú getur birt ekki neitt, enga andlitsmynd og sagt: Ég er til í afbrigðilegt kynlíf, talið við mig og við getum hist í kvöld.
Eru þá ekkert margir með mynd af sér á Grinder?
Flestir sem eru með andlitsmynd eru yfir þrítugt. En fullt af gaurum á Grinder eru enn þá í skápnum og því ekki gefið að vera með andlitsmynd. Ég persónulega finn mig ekki knúinn til þess að hafa andlitsmynd í prófíl, ég er með mynd af öxlunum mínum.
Hver er þín helsta höstl leið?
Aðalmálið er að svara „story“ á Instagram. Maður þarf að leggjast í smá rannsóknarvinnu, án þess að hrellielta viðkomandi. Fylgjast með hvað hann setur í „story“ og reyna hefja samtal út frá því. Ef ég veit ekki hvað ég á að segja og sé að viðkomandi er með einhverjum sem ég kannast við get ég sagt: „Hvernig þekkirðu hana?“ eða eitthvað svoleiðis...
En veistu á Instagram hverjir eru samkynhneigðir?
Já, það er mjög einfalt, maður veit alveg hverjir eru hommar. Gullna reglan er að skoða hversu margir hommar líka við myndina þína á Instagram. Tvö „like“ eru mögulega innan skekkjumarka, þar sem hommarnir gætu hafa verið með viðkomandi í grunnskóla eða eitthvað þannig. Fjögur til fimm eða fleiri homma „like“ segja mér að hann sé kominn inn í samfélagið og þá verður hann að taka afleiðingunum, því ég ætla að byrja að reyna við hann.
Fjögur til fimm eða fleiri homma „like“ segja mér að hann sé kominn inn í samfélagið og þá verður hann að taka afleiðingunum, því ég ætla að byrja að reyna við hann.
Hefur þú gert eitthvað sem þú sérð eftir?
Eitt sem ég sé ekki beint eftir, en hefði mátt hugsa mig tvisvar um, var þegar ég var í fríi með foreldrum mínum í París. Ég var sautján ára að tala við mann á fertugsaldri á Grinder. Geturðu ímyndað þér, það er náttúrulega pínu hættulegt. Ég hitti þennan mann sem hafnaði mér um leið og hann sá mig, því ég var sautján ára og með spangir.
Á þessum tíma var ég svo ungur og graður að ég hringdi í hann seinna um daginn og sagði: Þú VERÐUR að hitta mig, ég verð að fá að spjalla við þig! Sem hann síðan samþykkti að gera. Svo fór ég með honum upp á hótel herbergi, við stunduðum kynlíf og það var fínt. Þannig að mér var hafnað en svo ekki hafnað. Ég vildi ég gæti fundið þennan mann í dag og þakkað honum fyrir hversu almennilegur hann var að hafna mér fyrst. En hann hvarf sporlaust úr mínu lífi.
25 ára skvísa
Ég var að koma úr þriggja ára sambandi og er tiltölulega nýbyrjuð aftur á Tinder. Ég byrjaði að skoða prófíla hjá vinkonum mínum til þess að sjá hvað hefði breyst. Forritið er orðið miklu flóknara með þessum Gold-aðgangi og „Super like“. Það tók um það bil viku að melta þetta. Stóra skrefið eftir sambandsslit er ekki endilega að byrja að reyna við einhvern, heldur vera tilbúin að aðrir sjái mann á Tinder.
Stóra skrefið eftir sambandsslit er ekki endilega að byrja að reyna við einhvern, heldur vera tilbúin að aðrir sjái mann á Tinder.
Hvaða ráð fékkstu frá vinkonum þínum?
Helst hvar maður ætti að höstla. Ég er algjör samfélagsmiðla-núbbi og þegar maður matsar við einhvern vill fólk færa sig yfir á annan samskipta vettvang. Ég myndi helst vilja biðja fólk um símanúmerið þeirra.
Ég kynntist einum strák um daginn á Tinder, við vorum búin að hittast nokkrum sinnum og ég var orðin pínu spennt fyrir honum. Mig langaði að færa samræðurnar annað því mér finnst vandræðalegt að fá alltaf skilaboð frá Tinder í símann minn. Ég spurði vinkonu mína hvort ég ætti að spjalla við hann á Messenger og hún sagði „Facebook Messenger? Nei nei nei nei nei, ekki adda honum þar. Ef ég myndi nota Messenger þá væri ég allt í einu komin með geðveikt mikið af strákum á Facebook. Frekar að hafa alla strákana á Instagram eða Snapchat, of persónulegt að hafa alla á Facebook.“
Ég ákvað samt að fylgja eigin sannfæringu og bað hann um að færa samtalið yfir á Messenger, en hann vildi það ekki og vildi frekar spjalla á Instagram, þannig við erum að spjalla þar núna.
Hvernig gengur á Tinder?
Það gengur frekar vel, ég er bara að leita að einhverju skemmtilegu. Þó það sé þægilegra að sitja uppi í sófa á Tinder heldur en leita á djamminu, þá er þetta ekkert auðvelt. Ég eyði um það bil klukkutíma á dag að renna í gegnum úrvalið og matsa við einhvern. Núna er ég með um 40 möts, hef spjallað við 20 og búin að hitta 2. Þetta síast þannig. Ef mig langar að hitta 5 manns þarf ég að matsa við 100, spjalla við 50 til að hitta 5 – þetta er svo hægt ferli!
Núna er ég með um 40 möts, hef spjallað við 20 og búin að hitta 2. Þetta síast þannig. Ef mig langar að hitta 5 manns þarf ég að matsa við 100, spjalla við 50 til að hitta 5 – þetta er svo hægt ferli!
Ég væri alveg til í að hitta fleiri, en það er vinna að halda samræðum gangandi og reyna að hittast. Oft deyja samræðurnar út og þá er maður bara: „Ohh dem, aftur að svæpa.“ Það væri draumur ef ég gæti matsað við einn, spjallað við hann og hitt.
Hefurðu séð einhvern á Tinder sem þú þekkir og veist ekki hvort þú átt að matsa við?
Já, það er alltaf einn gaur sem poppar upp hjá mér og þegar hann poppar upp loka ég Tinder um leið, því ég veit ekki hvort ég eigi svæpa til hægri eða vinstri.
Já, það er alltaf einn gaur sem poppar upp hjá mér og þegar hann poppar upp loka ég Tinder um leið, því ég veit ekki hvort ég eigi svæpa til hægri eða vinstri.
Ég get ekki ákveðið mig og ég er búin að loka forritinu svona þrisvar eða fjórum sinnum til þess að einhver nýr komi upp í staðinn.
Þú ert þá ekki búin að hafna honum almennilega?
Nei! Mér finnst hann áhugaverður og myndarlegur og myndi spjalla við hann úti á götu. En það væri skrítið að bæta einhverju Tinder-dóti inn í okkar samskipti og vandræðalegt ef við myndum matsa, spjalla aðeins og svo myndi það deyja út. Líka af því að ég er ekki að leita að neinu alvarlegu núna.
28 ára gaur
Ertu á Tinder?
Nei, ekki akkúrat núna, en ég tek syrpur. Það er enginn á Tinder í langan tíma myndi ég halda. Maður er kannski þarna inni í nokkrar vikur. Instagram er þannig séð orðið nýja Tinder.
Pælirðu mikið í því hvernig þú ert á Instagram?
Já, þetta er áhugamál og pínu ástríða. Maður er náttúrulega bara að gera eitthvað. Við vinirnir tölum mikið um svona hluti.
Hvað eru þið að ræða?
Mér dettur í hug að svara „story“ hjá einhverri stelpu sem ég er nýbyrjaður að pæla í. Ég gæti verið með vinum mínum og sagt: Heyrðu, ég er að spá í að segja þetta. Og hann segir: Já, þetta er góð hugmynd, eða nei, ertu eitthvað klikkaður? þetta er ekki góð hugmynd! Þannig gefum við hver öðrum létta ráðgjöf.
Hvernig gengur ykkur vinunum?
Ég myndi segja að við værum orðnir mjög sjóaðir í þessu. Búnir að sjá og upplifa margt í leiknum. Sumt hefur gengið upp, annað alls ekki. Þetta getur verið deprímerandi en það er hluti af þessu.
Þegar þú byrjar að tala við einhvern, reynir þú að vera frumlegur eða er einfaldleikinn bestur?
Ég reyni frekar að vera kunnuglegur eða viðeigandi. Ég gæti sagt eitthvað frumlegt, en þá gæti það litið út eins og ég sé að senda sömu línuna á margar aðrar stelpur. Eins og ein opnunarlína hjá vini mínum var
„Ég er á leiðinni í Costco, á ég að kaupa eitthvað fyrir þig?“
Sniðug lína en fólki vill líða eins og það sé einstakt, en ekki að þú sért alltaf að nota sömu formúluna á alla.
Um leið og fólk reynir að segja eitthvað sniðugt eða frumlegt, er það komið í brekku og líklega að grafa sína eigin gröf. Það skiptir í raun engu máli hvað þú segir, svo lengi sem það er ekki óviðeigandi. Ef það er stemning þá er stemning.
Það skiptir í raun engu máli hvað þú segir, svo lengi sem það er ekki óviðeigandi. Ef það er stemning þá er stemning.
Hvernig finnst þér fólk vera að sýna sig á netinu og hvað tekur þú eftir?
Við vinirnir tölum um að heillast að ákveðinni áferð á Instagram. Áferðin er ímynd sem þú skapar þér út frá smekk, hvað þú sýnir og hvernig lífi þú lifir. Það er kúnst á ná þessari áferð. Hún getur verið alveg útpæld eins og nú ætla ég pósta því það passar vel við síðustu mynd. En svo held ég að hún geti líka komið náttúrulega, sumir pósta bara öllu.
Fólk laðast síðan að mismunandi áferð. Fyrir mig og marga sem ég þekki, snýst þetta ekki endilega um útlit heldur frekar að fanga ákveðna stemningu í lífinu. Það eru oft filmumyndir, partýmyndir, ekki mikið verið að flexa einhverju útliti heldur frekar að það komi „óvart“ í ljós. Það er fyrirmyndar-myndin.
Finnst þér betra að reyna við einhvern á netinu en í raunveruleikanum?
Ég er þakklátur fyrir að þetta sé til. Það býður upp á miklu fleiri möguleika og mengið verður stærra. En það brenglar leikinn þegar hlutir fara að skipta máli sem skipta síðan engu máli. Eins og áferðin.
Hvað finnst þér um draugun?
Það er órjúfanlegur hluti af þessu. Fólk gerir það oftast í stað þess að segja eitthvað leiðinlegt eða veit ekki hvað það á að segja. Ég myndi alltaf vilja svar og held að allir myndu vilja fá svar. En maður skilur alveg draugana upp að einhverju marki. Ég held að maður sé alveg sekur um það sjálfur. Ef ég hef fengið skilaboð sem ég bjóst ekki við og veit ekki hvernig á að svara. Það er fylgifiskur höstlsins á netinu, því tæknilega séð eiga allir séns í alla. Þar geta hlutir gerst sem myndu ekki gerast í raunveruleikanum, því vettvangurinn bíður upp á samskipti við mun fleiri. Sem er bæði óheppilegt og jákvætt.